„Bónusar geta haft áhrif á dómgreind"

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga setur Skatturinn fjárhæðarmarkmið á einstaka deildir. Það …
Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga setur Skatturinn fjárhæðarmarkmið á einstaka deildir. Það þykir vafasamt að stofnanasamningur starfsmanna veiti bónusa ef það er gert í því skyni að ná þeim markmiðum. mbl.is/sisi

Dæmi eru um að starfsmenn Skattsins hafi fengið bónusgreiðslur sem skipta hundruðum þúsunda og að sett hafi verið upp markmið um endurálagningu sem eftirlitsstofnunin hefur ætlað sér að ná, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Morgunblaðið greindi frá því fyrir helgi að starfsmönnum Skattsins stæðu til boða sérstök viðbótarlaun eða bónusgreiðslur tvisvar á ári ef þeir skila sérstöku eða framúrskarandi vinnuframlagi í þágu embættisins.

„Það að eftirlitsstofnun eins og Skatturinn sé með innbyggt hvatakerfi til þess að ná fjármunum í ríkiskassann og í vasa starfsmanna er ekki til þess fallið að mál leiði til réttra skattskila. Ef rétt reynist að tenging sé milli hvatakerfisins og fjárhæðar markmiðsins sem Skatturinn setur á sínar deildir, er það með öllu óeðlilegt enda samræmist það ekki markmiðum tekjuskattslaga,“ segir einn viðmælandi ViðskiptaMoggans.

Markmið um fjárhæðir

ViðskiptaMogginn hefur heimildir fyrir því að hjá Skattinum séu sett markmið um fjárhæðir á endurálagningu og mun árangurinn við að endurheimta þær upphæðir hafa áhrif á fyrrnefnda bónusa. Blaðið hefur sent fyrirspurn á Skattinn um málið en ekki fengið svar við þeim spurningum sem þar voru lagðar fram. Viðmælendur blaðsins telja að ef bónusar séu tengdir saman við nýleg mál embættisins sem hafa verið umfjöllunar í fjölmiðlum valdi það áleitnum spurningum.

ViðskiptaMogginn hefur sem fyrr segir heimildir fyrir því að í einhverjum tilfellum hafi fjárhæðarmarkmið verið hengd upp á vegg hjá einstökum deildum Skattsins. Ef starfsmaður nær endurákvörðun í einhverju máli sem er til meðferðar hjá þeirri deild, lækkar viðkomandi fjárhæðina sem náðist með því að endurákvarða skatta hjá tilteknum aðila. Þannig vinni starfsfólkið saman til þess að lækka töluna sem upphaflega var sett.

Í framgreindu samhengi bentu viðmælendur á að hægt er að gefa sér það að fyrir starfsmenn sem eru tiltölulega nýlega byrjaðir gætu slíkir bónusar skipt þá sköpum og gætu verið til þess fallnir að hafa áhrif á dómgreind og ákvarðanatöku þeirra ef um er að ræða háar fjárhæðir í málum, þrátt fyrir að málatilbúnaðurinn sé á veikum grunni reistur. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK