Vinnumarkaðurinn á Íslandi fársjúkur

Þorsteinn Víglundsson er forstjóri Hornsteins og nýjasti gestur Dagmála.
Þorsteinn Víglundsson er forstjóri Hornsteins og nýjasti gestur Dagmála. Hallur Már

Sé litið til skipulags vinnumarkaðarins á Íslandi verður hann að teljast fársjúkur borið saman við hin ríki Norðurlanda.

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, í nýjasta þætti Dagmála en þar skyggnist hann yfir sviðið þar sem Samtök atvinnulífsins og hin svokallaða breiðfylking félaga innan ASÍ reyna til þrautar að ná nýjum kjarasamningum. Þorsteinn er jafnframt fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og ráðherra félagsmála. 

Renna sitt skeið

Núgildandi samningar renna sitt skeið á enda innan fárra daga. „Þetta er sameiginlegt verkefni okkar. Öll hin norrænu löndin hafa talsvert fastari tæki fyrir ríkissáttasemjara til að grípa til en við höfum hér. Við höfum einstaklega veikt embætti og við erum með einstaklega veikan vinnumarkað, við erum með fársjúkan vinnumarkað miðað við hin norrænu löndin. Og með einhverjum hætti verðum við að taka á því. Æskilegast væri hins vegar að aðilar vinnumarkaðarins semdu sín á milli um þessar meginreglur vinnumarkaðarins,“ segir Þorsteinn.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK