Ellefu starfsmönnum var sagt upp hjá Sýn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu störfuðu þessir starfsmenn þvert á svið þess.
Þannig voru fimm af þeim starfsmönnum sem sagt var upp í starfi hjá Vodafone, tveir störfuðu í innviðum fyrirtækisins, þrír í nýsköpunarrekstri og einn á miðlunardeild.
„Við erum að bregðast við erfiðu rekstarumhverfi með þessu. Vaxtabyrði er meðal annars há og það þarf að bregðast við því,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar.
Hjá Vodafone starfa 450 manns.