Alvotech sagði upp fimmtán starfsmönnum í gær. Að sögn Benedikts Stefánssonar, forstöðumanns fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, er fyrirtækið í breytingafasa vegna breyttra áherslna á nokkrum sviðum þess.
Hann segir að fyrirtækið hafi ráðið 29 manns í janúar og þar af eru 20 starfsmenn sem munu starfa á Íslandi. Þá voru einnig ráðnir 23 starfsmenn í desember.
Hann segir að uppsagnirnar nái þvert á deildir og þeim sem sagt var upp séu bæði innlendir og erlendir starfsmenn.
„Það er alltaf erfitt að kveðja frábært fólk og við vitum að í þessum hópi er er fólk sem mun nýtast mjög vel annars staðar,“ segir Benedikt.
Hjá fyrirtækinu starfa 1.050 starfsmenn og starfa um 77% þeirra á Íslandi að sögn Benedikts.