Dregur úr þörf fyrir aukið aðflutt vinnuafl til landsins

Jón Bjarki Bentsson er nýjasti gestur Dagmála sem sýnd eru …
Jón Bjarki Bentsson er nýjasti gestur Dagmála sem sýnd eru á mbl.is. María Matthíasdóttir

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka, sem ber yfirskriftina Vatnaskil í vaxtartakti, dregur upp mynd af því að hagkerfið íslenska sé í færi til að ná tiltölulega mjúkri lendingu. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans segir að við stöndum núna frammi fyrir svokölluðum hagsveifluskilum. Í sögulegu tilliti fæli það í sér að nú kæmi til samdráttar í kjölfar hagvaxtarskeiðs. Það sé hins vegar ekki í kortunum nú, heldur aðeins mun minni vöxtur á næstu misserum en verið hefur. Þannig gerir bankinn nú ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 1,9% og færist í 2,6% og svo 2,9% tvö komandi ár.

„Það er reyndar líklega samdráttur í landsframleiðslu á mann þessa dagana því þrátt fyrir hraða fólksfjölgun þá hefur heildarhagvöxturinn ekki verið slíkur að hann nái að gera betur en fólksfjölgunin þannig að okkur telst til að hagvöxturinn í fyrra hafi verið u.þ.b. 3% [var 7,2% árið 2022] sem er jafn mikil aukning og mannfjöldaaukningin,“ segir Jón Bjarki sem er gestur Dagmála. „Svo gerum við ráð fyrir að aftur bæti í vaxtartaktinn og að við fáum aftur nýja uppsveiflu sem verður þá vonandi og væntanlega hóflegri en við höfum séð áður,“ bætir hann við.

Fjórðungur að utan

Samhliða minnkandi hagvexti mun draga úr spennu á vinnumarkaði og metur bankinn það svo að atvinnuleysi verði að jafnaði 3,9% á þessu ári en þokist eilítið upp þegar líður inn á spátímann og standi í 4% bæði 2025 og 2026. Tæplega fjórðungur íslenska vinnumarkaðarins er byggður upp af erlendu vinnuafli sem að hluta er hreyfanlegt til og frá landinu eftir því hvernig árar. Kannanir sýna að sífellt færri fyrirtækjastjórnendur telja skort á vinnuafli og mun það sennilega draga úr hinu mikla innflæði vinnuafls að utan.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK