Geti leitt til ógildingar ákvarðana

Bónuslaun Skattsins hafa verið til umfjöllunar að undanförnu, sem gæti …
Bónuslaun Skattsins hafa verið til umfjöllunar að undanförnu, sem gæti leitt til vanhæfis starfsmanna og ógildingar á ákvörðunum. mbl.is/sisi

„Við rákum upp stór augu við umfjöllun ViðskiptaMoggans og það er í hæsta máta óeðlilegt ef það er þannig að greiðslur til starfsmanna Skattsins eru árangurstengdar við að ná sem mestum fjármunum inn með endurálagningu. Skatturinn hefur ekki svarað því beint um það, en fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ef það sé tilfellið sé það mjög óeðlilegt og verið sé að kanna málið. Við erum að bíða eftir því hvaða niðurstöðu ráðuneytið kemst að,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við ViðskiptaMoggann, inntur eftir viðbrögðum við umfjöllun um bónuskerfi starfsmanna Skattsins.

Hætta skapast

Að sögn Ólafs er deginum ljósara að ef starfsmaður hefur beinan og persónulegan ávinning af því að endurálagningin sé sem hæst skapast hætta á að starfsmenn missi sjónar á sanngirnis- og meðalhófssjónarmiðum og að hið óvilhalla stjórnvald sé alls ekki óvilhallt.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK