Hagnaður Novo Nordisk jókst um 51%

AFP

Hagnaður danska lyfja­fram­leiðand­ans Novo Nordisk jókst á síðasta ári um 51% miðað við árið 2022. Ástæðan er einkum mik­il sala á syk­ur­sýk­is- og offitu­lyfj­um, sem fyr­ir­tækið fram­leiðir en Novo Nordisk er nú verðmæt­asta fyr­ir­tæki í Evr­ópu.

Novo Nordisk, sem er orðið ald­argam­alt, skilaði 83,7 millj­arða danskra króna hagnaði á síðasta ári, jafn­v­irð nærri 1.700 millj­arða ís­lenskra króna. Sala á syk­ur­sýk­is- og offitu­lyfj­um fyr­ir­tæk­is­ins jókst um 42% á milli ára. 

„Við erum mjög ánægð með ár­ang­ur­inn árið 2023 sem end­ur­spegl­ar að yfir 40 millj­ón­ir manna njóta nú góðs af fram­sækn­um syk­ur­sýk­is- og offitumeðferðum okk­ar,“ seg­ir Lars Fru­erga­ard Jør­gensen, for­stjóri í til­kynn­ingu. 

Novo Nordisk fram­leiðir lyfið Ozempic, sem er skil­greint sem syk­ur­sýk­is­lyf en virk­ar einnig sem megr­un­ar­lyf. Þá fram­leiðir fyr­ir­tækið einnig lyfið Wegovy, sem inni­held­ur sama virka efnið og Ozempic og banda­ríska lyfja­eft­ir­litið hef­ur samþykkt sem offitu­lyf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK