Hugnast ekki að Landsbankinn kaupi TM

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra. mbl.is/Óttar

„Ef þú ert að spyrja mig hvað mér finnst um að stórt tryggingafyrirtæki í einkaeigu verði ríkisfyrirtæki, þá veit ég alveg að þú veist svarið við því hvað mér finnst um það.“

Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála. Þar er hún spurð út í þann möguleika að Landsbankinn festi mögulega kaup á TM, sem nú er í eigu Kviku banka en er í söluferli. Fram hefur komið að fjórir aðilar hafi fengið gögn og frekari upplýsingar og séu þátttakendur í söluferlinu. Einn af þeim aðilum er sagður vera Landsbankinn.

Þórdís Kolbrún vildi í hlaðvarpinu ekki tjá sig ítarlega um orðróminn enda væri hann ekki staðfestur. Hún vísaði þó í eigendastefnu ríkisins þar sem fram kemur að ríkið hyggist eiga um 40% hlut í Landsbankanum til lengri tíma. Þessi ríkisstjórn sé þó ekki með það á dagskrá að selja hluti í Landsbankanum þó eigendastefnan sé skýr. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að stjórnvöld muni halda áfram að draga úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu og nýta fjármuni sem liggja í slíkum rekstri í uppbyggingu innviða.

„Ég er með mjög skýra sýn á það að ríkið eigi ekki að eiga allan þennan hlut í fjármálakerfinu á Íslandi og í raun er ekki bara minn skýri vilji að svo sé ekki, eigendastefna er algjörlega skýr með það að það eigi að vera þannig. Ég myndi frekar vilja að við værum að taka skref í að losa okkur undan því heldur en að stækka verkefni,“ segir Þórdís Kolbrún í framhaldinu.

Í þættinum er jafnframt rætt um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, stöðuna á stjórnarheimilinu, um ríkisfjármálin, nýjan skatt sem lagður var á landsmenn vegna stöðunnar í Grindavík, stöðu Sjálfstæðisflokksins og margt fleira.

Hægt er að nálg­ast þátt­inn í spil­ara hér fyr­ir ofan, á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um og á hlaðvarpsvef Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK