Arion hagnaðist um 25,7 milljarða króna

Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion. Samsett mynd

Hagnaður Arion banka var rúmlega 25,7 milljarðar króna árið 2023 og hagnaður á fjórða ársfjórðungi 6,2 miljarðar. Þetta kemur fram í afkomutölum sem Arion banki birti í dag frá síðasta ársfjórðungi 2023 sem og heildarafkomutölur fyrir árið. 

Samhliða kemur fram að arðsemi eigin fjár hafi verið 13,6% og minnkaði hún um 0,5 prósentustig ef miðað er við síðasta ár. Þá kemur fram að hreinn vaxtamunur hafi verið 3,1% sem er hið sama og hann var á síðasta ári. Eins segir að heildarþóknnatekjur hafi numið 16,4 milljörðum króna. Hreinar tekjur vaxta, þóknana og tryggingartekjur jukust um 7% í samanburði við árið á undan.

Þá leggur bankinn til að 13 milljarða arður verði greiddur til eigenda.

„Afkoma Arion samstæðunnar á árinu 2023 var góð og í samræmi við markmið okkar. Þriðja árið í röð nást öll helstu fjárhagsmarkmið ársins. Þannig einkennist starfsemi okkar af stöðugleika sem meðal annars byggist á einstöku og fjölbreyttu þjónustuframboði,“ er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK