„Himinn og haf þarna á milli“

Ólafur Þór Jóhannesson fjármálastjóri flugfélagsins Play.
Ólafur Þór Jóhannesson fjármálastjóri flugfélagsins Play.

Ólaf­ur Þór Jó­hann­es­son, fjár­mála­stjóri flug­fé­lags­ins Play, seg­ir mik­inn mun vera á því þegar end­ur­skoðend­ur geri fyr­ir­vara við rekstr­ar­hæfi fyr­ir­tækja og þegar sett­ar séu fram ábend­ing­ar eða at­huga­semd­ir í upp­gjör.

Fé­lagið sendi frá sér árs­upp­gjör í gær þar sem kom fram að rekstr­artap síðasta árs hefði numið 21 millj­ón banda­ríkja­dala, eða sem sam­svar­ar um 2,9 millj­örðum króna. Árið áður hafði rekstr­artapið verið ríf­lega tvö­falt það, eða 44 millj­ón­ir dala.

At­huga­semd í árs­reikn­ingi um rekstr­ar­hæfi

Í reikn­ingi fé­lags­ins set­ur end­ur­skoðandi þess fram at­huga­semd­ir um að vís­bend­ing­ar séu um að vafi sé um áfram­hald­andi rekstr­ar­hæfi flug­fé­lags­ins (e. go­ing concern). Vegna þessa ákvað Kaup­höll­in að at­hug­un­ar­merkja hluta­bréf Play, en fé­lagið er skráð á First North-markaðinn.

Ólaf­ur Þór seg­ir í sam­tali við mbl.is að gríðarlega stór mun­ur sé á því hvort sett sé inn ábend­inga­máls­grein í árit­un end­ur­skoðanda eða ef sett­ur er inn fyr­ir­vari.

„Í þessu til­felli setja þeir inn ábend­inga­máls­grein sem er mjög mjúk­lega orðið með hliðsjón af viðfangs­efn­inu. Það er him­inn og haf þar á milli.“

Seg­ir hann jafn­framt að í at­huga­semd­un­um sé bent á skýrslu stjórn­ar í árs­reikn­ingn­um um að framund­an sé út­gáfa á nýju hluta­fé til að styrkja stöðu fé­lags­ins til skemmri og lengri tíma og fjár­magna framtíðar­vöxt.

Stór mun­ur á fyr­ir­vara og ábend­inga­máls­grein

„End­ur­skoðand­inn ger­ir ekki fyr­ir­vara við reikn­ing­inn að öðru leyti en því að hann vill benda les­and­an­um á þess­ar staðreynd­ir. Það er hins veg­ar stór mun­ur hvort þú ger­ir fyr­ir­vara við reikn­ing út af rekstr­ar­hæfi eða ef þú set­ur inn ábend­inga­máls­grein þar sem þú bend­ir á ein­hver önn­ur atriði í reikn­ingn­um sem annað hvort eru til þess fall­in að rekstr­ar­hæfi sé ógnað, eða hvort það er verið að grípa til aðgerða til að tryggja rekstr­ar­hæfi og framtíðar­hæfi fé­lags­ins,“ seg­ir Ólaf­ur Þór.

Ef um fyr­ir­vara á rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins væri að ræða seg­ir Ólaf­ur Þór að upp­setn­ing reikn­ings­ins væri allt önn­ur og vís­ar þar til þess hvernig flokk­un eigna og skulda væri en sé í reikn­ingn­um nú. „Reikn­ing­ur­inn er gerður miðað við áfram­hald­andi rekstr­ar­hæfi.“

Seg­ir fé­lagið hafa nægt laust fé

Tap varð á rekstri Play upp á 17,6 millj­ón­ir dala á síðasta árs­fjórðungi og laust fé um ára­mót nam um 21,6 millj­ón­um dala. Spurður út í rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins á kom­andi miss­er­um miðað við þess­ar töl­ur seg­ir Ólaf­ur Þór að fé­lagið hafi nægt laust fé. Vís­ar hann til þess að fyrsti og ann­ar árs­fjórðung­ur árs­ins séu venju­lega þeir mánuðir þar sem gefi mest já­kvætt sjóðstreymi vegna kaupa farþega á miðum á þess­um árs­tíma. Þess­ar tekj­ur eru þó jafn­an ekki skráðar rekstr­ar­lega í reikn­inga fyrr en á öðrum og þriðja árs­fjórðungi og því nái staða hand­bærs fjár jafn­an há­marki í lok ann­ars árs­fjórðungs.

Spurður hvort þetta setji ein­hver tíma­mörk á hlut­fjáraukn­ing­una sem stjórn hafi til­kynnt um bend­ir hann á að stjórn­in hafi ætlað að klára fjár­mögn­un­ina á fyrri hluta árs­ins sem sé inn­an fyrr­nefnds tíma­bils.

Tekj­ur tvö­földuðust milli ára

Tekj­ur Play juk­ust rúm­lega tvö­falt á síðasta ári frá ár­inu 2022, en þær námu 282 millj­ón­um dala sam­an­borið við 140 millj­ón­ir dala árið 2022. Rekstr­artap árs­ins (EBIT) nam sem fyrr seg­ir um 21 millj­ón döl­um en hafði verið 44 millj­ón­ir dala árið áður. Þegar tekið er mið af fjár­magns­gjöld­um og skött­um var heild­artap fé­lags­ins á ár­inu 35 millj­ón­ir dala, sam­an­borið við 47,8 millj­ón­ir dala árið áður. 

Tekj­ur fé­lags­ins árið 2023 voru 282 millj­ón­ir banda­ríkja­doll­ara, eða sem nem­ur um 40 millj­örðum ís­lenskra króna, sam­an­borið við tekj­ur upp á 140 millj­ón­ir banda­ríkja­doll­ara, 20 millj­arðar ís­lenskra króna, árið 2022.

Óhag­stæðar ytri aðstæður, en met­sölu­vik­ur í upp­hafi árs

Fé­lagið skilaði hagnaði á þriðja árs­fjórðungi síðasta árs, en það er jafn­framt í fyrsta skipti sem hagnaður varð á ein­um árs­fjórðungi. Er það jafn­framt sá árs­fjórðung­ur sem kem­ur best rekstr­ar­lega út hjá flug­fé­lög­um. 

Í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs fé­lags­ins kem­ur fram að ytri aðstæður hafi komið niður á rekstr­in­um frá miðju síðasta ári. „En þar má nefna mikl­ar sveifl­ur á olíu­verði, kostnaðar­auka vegna verðbólgu og átök í miðaust­ur­lönd­um. Þá olli óná­kvæm­ur frétta­flutn­ing­ur á heimsvísu, um jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesskaga í nóv­em­ber síðastliðnum, því að eft­ir­spurn eft­ir Íslandi sem áfangastað dróst veru­lega sam­an og er niðurstaða árs­ins 2023 lituð af því.“

Tekið er fram að Play hafi síðan séð skýr merki þess að eft­ir­spurn­in hafi tekið við sér að nýju. „Met­sölu­vik­ur hafa átt sér stað nú í upp­hafi árs 2024 og lít­ur bók­un­arstaðan vel út fyr­ir árið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hætta við að bæta tveim­ur þotum í flot­ann

Þá kem­ur einnig fram í til­kynn­ing­unni að fé­lagið hafi fallið frá áform­um sem höfðu áður komið fram í vilja­yf­ir­lýs­ingu um að taka tvær nýj­ar farþegaþotur inn í flot­ann árið 2025.

Fé­lagið hafi áfram áhuga á að auka fram­boð sitt á kom­andi árum, en að þörf sé á öðru­vísi gerð af farþegaþotum sem myndu falla bet­ur að þörf­um fé­lags­ins við næstu skref upp­bygg­ing­ar. Þá seg­ir jafn­framt að framtíðar­sýn fé­lags­ins sé að flot­inn stækki í 18-20 þotur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK