Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun

Afkoma Sýnar á síðasta ári er vel undir markmiðum stjórnenda …
Afkoma Sýnar á síðasta ári er vel undir markmiðum stjórnenda félagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afkoma Sýnar á síðasta ári verður vel undir markmiðum félagsins. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem félagið sendi á Kauphöllina fyrir stundu.

Þar kemur fram að við vinnslu á samstæðuuppgjöri Sýnar hf. vegna ársins 2023 liggur fyrir að einskiptisliðir upp á um 840 milljónir króna, sem ákveðið hefur verið að gjaldfæra á árinu 2023, hafa afgerandi áhrif á afkomu ársins. EBIT afkoma ársins, fyrir utan hagnað vegna sölu stofnnetsins (til Ljósleiðarans), verður undir áður útgefnu afkomubili sem var á bilinu 2,2 – 2,5 milljarðar króna.

Samkvæmt uppgjörsdrögum er EBIT afkoma ársins um 1,1 milljarður króna án hagnaðar vegna sölu á stofnneti. Leiðrétt fyrir einskiptisliðum er rekstrarafkoma félagsins á árinu 2023 um rúmlega 1,9 milljarðar króna. Félagið hafði áður gefið út að EBIT afkoma félagsins myndi vera við neðri mörk afkomubils. 

Af einskiptisliðum vega þyngst afskriftir sýningarrétta, afskriftir eigna hjá innviðum og kostnaður vegna starfsloka fráfarandi forstjóra, auk starfsloka annarra starfsmanna í tengslum við hagræðingaraðgerðir.

Fram kemur í tilkynningunni að heildar EBIT afkoma ársins, að meðtöldum hagnaði vegna sölu stofnnets er samkvæmt uppgjörsdrögum um 3,5 milljarðar króna. Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu, er óendurskoðað og getur tekið breytingum fram að birtingu. Uppgjör ársins 2023 verður birt eftir tvær vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK