Aron nýr markaðsstjóri Solid Clouds

Aron Ólafsson.
Aron Ólafsson. Ljósmynd/Aðsend

Aron Ólafsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Solid Clouds en hann var áður framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands.

Aron er með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með með diplómapróf í stefnumótun en hann var formaður Stúdentaráðs meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands. 

Síðustu fimm árum hefur Aron leitt uppbyggingu samfélags rafíþróttaunnanda hjá Rafíþróttasambands Íslands. Undir forystu hans fjölgaði meðlimum um 20.000 manns ásamt því að tekjur sambands tuttugfölduðust. Hann hefur auk þess unnið að skipulagningu tölvuleikjamóta en þar má nefna mót sem haldið var á Íslandi vegna vinsælasta fjölspilunarleiks heims, League of Legends. Sá leikur er frá einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Riot, en yfir 200 milljón manns horfðu á mótið, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Þá egir, að Solid Clouds muni í apríl gefa út nýjan leik, Starborne Frontiers, en þróun hans hófst á miðju ári 2021.

„Síðustu stóru leikkerfin komu inn síðasta haust og frá þeim tíma hefur félagið verið að undirbúa útgáfuna og fínstilla tekjukerfi leiksins. Starborne Frontiers hefur nú þegar fengið góðar viðtökur en leikurinn er hannaður fyrir snjalltæki en mun einnig verða aðgengilegur á PC.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK