Hanna húfu til fjáröflunar björgunarsveitanna

Húfan er hönnuð sérstaklega fyrir björgunarsveitarfólk.
Húfan er hönnuð sérstaklega fyrir björgunarsveitarfólk. Ljósmynd/66Norður

66°Norður og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa hannað húfu til fjáröflunar björgunarsveitanna.

Frá þessu er greint í tilkynningu.

Húfan heitir Landsbjargarhúfan og mun ágóðinn af sölu hennar renna til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Hálendi Íslands veitti innblástur

Húfan er hönnuð af 66°Norður í samstarfi við Landsbjörg og er úr merino-ullarblöndu.

Markmiðið var að hanna sterka, hlýja og endingargóða húfu með þarfir björgunarsveitarfólks í huga. Hún er ekki síður hugsuð fyrir almenning, segir í tilkynningunni.

Innblástur fyrir mynstur Landsbjargarhúfunnar er hálendi Íslands og fjallagarðar landsins. Mynstrið er unnið út frá loftmynd af fjallaskaga á norðanverðu Íslandi.

Loftmyndin var tekin árið 1999, sama ár og Slysavarnarfélag Íslands og Landsbjörg sameinuðust og til varð Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK