Horfa meðal annars til erlendra aðila

Stjórnendur Play hafa í fjárfestakynningum lagt áherslu á tekjuvöxt. Heildartekjur …
Stjórnendur Play hafa í fjárfestakynningum lagt áherslu á tekjuvöxt. Heildartekjur Play voru 5,2 sent á hvern sætiskílómetra í árslok 2023 og gert er ráð fyrir auknum hliðartekjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fréttaflutningur og umræða um stöðu flugfélagsins Play á unanförnum vikum hefur ekki haft áhrif á bókunarstöðu félagsins. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Bókunarstaðan fyrir næstu mánuði og inn í sumarið er góð,“ segir Birgir spurður um stöðuna um þessar mundir. Eins og fram hefur komið hyggur Play nú á allt að fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu til að undirbúa frekari vöxt félagsins. Tap Play nam á síðasta ári um 4,8 milljörðum króna og í áritun endurskoðanda kom fram ábending um óvissu sem gæti haft áhrif á rekstrarhæfi félagsins.

Skráðu sig fyrir 2,6 milljörðum

Í gær var greint frá því að stærri hluthafar í Play hefðu skráð sig fyrir um 2,6 milljörðum króna í fyrirhuguðu útboði, gegn því skilyrði að það takist að sækja allt að fjóra milljarða í útboðinu.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMogga hefur verið horft til þess að fá erlenda aðila að borðinu, en dæmi eru um að erlendir aðilar hafi sýnt því áhuga að fjárfesta í félaginu. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK