ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, í samráði við SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, standa fyrir ÍMARK-deginum sem haldinn er 1. mars nk. Dagurinn endar á verðlaunahátíð Lúðursins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjölbreyttra auglýsingaflokka.
Auk þess verða veitt verðlaun fyrir ÁRUNA – árangursríkustu herferðina, auglýsingastofu ársins og vörumerki ársins.
Lúðurinn er verðlaun þar sem frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt er veitt viðurkenning.
Þetta er í þrítugasta og áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt.
Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem tilnefningarnar eru kynntar.