Fimm auglýsingaherferðir eru tilnefndar til markaðsverðlaunanna Árunnar. Verðlaunin eru veitt árangursríkustu auglýsingaherferð ársins á ÍMARK deginum föstudaginn 1. mars nk.
Árangursverðlaununum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Á heimasíðu ÍMARK segir að lykilþáttur í mati dómnefndar sé sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verði að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.
Á vef ÍMARK kemur fram að innsendingar hafi aldrei verið fleiri en í ár.
Tilnefningarnar eru eftirfarandi:
1. Heiti auglýsingar: Collab tekur forystuna Auglýsandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson Auglýsingastofa: ENNEMM
2. Heiti Auglýsingar: Ekki banki Auglýsingar: Indó Auglýsingastofa Brandenburg
3. Heiti: Gjafakort Auglýsandi: Kringlan Auglýsingastofa: Kontor
4. Heiti auglýsingar: IceGuys Auglýsandi: Síminn Auglýsingastofa: Hvíta húsið
5. Heiti auglýsingar: Tölum um Lexus Auglýsandi: Toyota á Íslandi Auglýsingastofa: Pipar/TBWA