Play búið að tryggja sér fjóra milljarða

Play hefur tryggt sér fjóra milljarða króna í aukið hlutafé.
Play hefur tryggt sér fjóra milljarða króna í aukið hlutafé. mbl.is/SES

Flugfélagið Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði 1,4 milljarða króna til viðbótar við áskriftir að andvirði 2,6 milljarða króna sem áður var tilkynnt um.

Í tilkynningu Play til Kauphallarinnar í kvöld kemur fram að skilyrði áskrifta um lágmarksáskrift fyrir a.m.k. fjórum milljörðum króna hefur nú verið uppfyllt og eru áskriftirnar eingöngu háðar því skilyrði að hluthafar PLAY samþykki að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þann 21. mars næstkomandi. Áskriftargengi á hvern hlut er 4,5 kr.

Þá kemur fram að til viðbótar við ofangreinda hlutafjáraukningu mun stjórn félagsins leggja til við hluthafa að stjórninni verði veitt umboð til að efna til almenns útboðs að jafnvirði allt að 8 milljónum evra í íslenskum krónum á genginu 4,5 kr. á hlut. Til að tryggja jafnfræði hluthafa munu núverandi hluthafar njóta forgangs ef til umframáskriftar kemur.

Ráðgert er að yfirfærsla Play yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland geti átt sér stað fyrir lok annars ársfjórðungs samkvæmt tilkynningunni.

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Hallur Már

„Það hefur verið virkilega ánægjulegt að verða vitni að þeim jákvæðu undirtektum sem fjárfestar hafa sýnt kynningu okkar á hlutafjáraukningunni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningunni og bætir því við að hlutafjáraukningu styrki fjárhagsstöðu félagsins og geri því kleift að grípa spennandi tækifæri til vaxta og til að mæta óvæntum áföllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK