Þuríður Jónsdóttir hefur verið ráðin sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Austurlands hf., en Vilhjálmur Grétar Pálsson mun láta af því starfi í lok september.
Þuríður er viðskiptafræðingur að mennt, Cand Oceon frá Háskóla Íslands. Hún hefur veitt forstöðu útibúi Deloitte ehf. í Neskaupstað og hóf þar störf árið 1996. Þar hefur hún unnið að fjölbreyttum verkefnum: endurskoðun og ársuppgjörum, stofnun og sölu fyrirtækja, áætlanagerð og skattamálum. Þar áður vann hún hjá Sparisjóðnum. Þuríður hefur víðtæka reynslu og þekkir vel til atvinnulífs á starfssvæði Sparisjóðsins og hefur því góða þekkingu á starfsumhverfi hans, að því er segir í tilkynningu.
Þuríður er gift Axel Ísakssyni fjármálastjóra Síldarvinnslunnar hf. og eiga þau einn son. Gert er ráð fyrir að Þuríður hefji störf í júnímánuði næstkomandi.