Ætlar ekki að vega að sjálfstæði Seðlabankans

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, spurði fjármálaráðherra á Alþingi hvort ekki væri kominn tími til að ríkisstjórnin axli ábyrgð og sjái til þess að „snúið verði af þessari glötunarbraut grimmilegra vaxtahækkana áður en ástandið verður enn verra”.

Tilefnið var viðtal við nóbelsverðlaunahafann Joseph Siglitz á RÚV í gærkvöldi þar sem hann sagði seðlabanka heimsins hafa gert illt verra með því að hækka stýrivexti í baráttu sinni við verðbólgu.

Öðruvísi á Íslandi 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði verðbólgu á Íslandi frábrugðna verðbólgu á meginlandi Evrópu sem hefði verið drifin áfram af orkukrísu. Staðan hér eigi meira skylt við verðbólgu í Bandaríkjunum þar sem eftirspurn hefði dregið verðbólguna áfram.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir. mbl.is/Hákon

Hún sagði vexti vera rétt tæki í baráttunni gegn verðbólgu og að þeir væru „sannarlega að virka”. Þeir kældu hagkerfið og þann hluta sem snúi að uppbyggingu fasteigna.

„Það sem umræddur hagfræðingur segir er alveg í andstöðu við meginþorra hagfræðikenninga,” sagði hún.

„Það sem hér er verið að gera á Íslandi er leið allra vestrænna ríkja til þess að bregðast við verðbólgu,” bætti Þórdís Kolbrún við og sagðist vera til í samtarf um aðrar færar leiðir en væri ekki tilbúin að vega að sjálfstæði Seðlabanka Íslands.

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Snúist upp í andhverfu sína

Ásthildur Lóa sagði steig aftur í pontu og sagði Seðlabankann hafa verið flengdan í viðtalinu og að vaxtahækkanir hefðu fyrir löngu snúist upp í andhverfu sína með gríðarlegu tjóni fyrir heimilin í landinu.

Þórdís Kolbrún benti þá á í svari sínu að verðbólga hér á landi hefði farið úr tæplega 10% í 6,6%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka