Árni endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins

Árni Sigurjónsson hefur verið endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins.
Árni Sigurjónsson hefur verið endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins. Ljósmynd/Aðsend

Árni Sigurjónsson hefur verið endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins með 98,05% atkvæða.

Var þetta tilkynnt á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun sem og úrslit kosninga til stjórnar.

Kosningaþátttaka var 84,95% en kosið var um sæti formanns og fimm almenn stjórnarsæti. Eitt framboð barst til formanns og níu framboð bárust til almennra stjórnarsæta.

Þau sem hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru:

Arna Arnardóttir, gullsmiður.

Bergþóra Halldórsdóttir, Borealis Data Center.

Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa.

Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma.

Vignir Steinþór Halldórsson, Öxar Byggingafélag.

Þau sem voru fyrir í stjórn SI:

Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál.

Karl Andreassen, Ístak.

Magnús Hilmar Helgason, Launafl.

Þorsteinn Víglundsson, Eignarhaldsfélagið Hornsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK