Spá 0,25 stiga vaxtalækkun

Íslandsbanki í Smáranum.
Íslandsbanki í Smáranum. Eggert Jóhannesson

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 20. mars næstkomandi. Gangi spáin eftir munu stýrivextir lækka úr 9,25% í 9,0%. Þó kemur fram að greiningardeildin telji líkur á að þeir haldist óbreyttir fram í maí.

Fram kemur að verði vextir lækkaðir nú muni hagfelld niðurstaða kjarasamninga, minni verðbólguþrýstingur og merki um kólnandi hagkerfi vega þyngra en háar verðbólguvæntingar og öfugt ef niðurstaðan verður óbreyttir vextir.

Gætu farið niður fyrir 8%

Í greiningunni segir að vextir gætu verið komnir niður fyrir 8% um næstu áramót og undir 6% að tveimur árum liðnum.

„Okkar skoðun er hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða með lækkun vaxta eftir fremur hagfellda niðurstöðu kjarasamninga á stórum hluta hins almenna vinnumarkaðar, hjöðnun verðbólgu á flesta ef ekki alla kvarða síðustu mánuði og sífellt skýrari vísbendingar um kólnandi hagkerfi eftir stutt en snarpt þensluskeið," segir í greiningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK