Fólksfjölgun og eldsumbrot ýta undir umsvif á íbúðamarkaði

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum, segir í yfirlýsingu …
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum, segir í yfirlýsingu nefndarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyngri greiðslubyrði lána samhliða hægari efnahagsumsvifum eykur líkur á greiðsluerfiðleikum með neikvæðum áhrifum á fjármálastöðugleika. 

Hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar.

Þar segir einnig að fjármálakerfið standi traustum fótum, eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislegra mikilvægra banka sé sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Þá hafi raunvextir hækkað og dregið úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja.

Eiginfjárstaða batnað

Skuldahlutföll hafa almennt lækkað og eru nú lægri en þau hafa verið um árabil. Eiginfjárstaða heimila hefur batnað samhliða hækkun húsnæðisverðs og lækkun skulda að raunvirði. Á sama tíma hefur greiðslubyrði lánþega þyngst en vanskil eru þó enn lítil. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að rekstrarumhverfi fyrirtækja og útlit er fyrir að áhrifa þeirra gæti áfram á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk sem veitir viðnámsþrótt.

Fólksfjölgun og eldsumbrot á Reykjanesskaganum ýta undir umsvif á íbúðamarkaði. Verð á húsnæði er enn hátt, ef það er skoðað í langtímasamhengi, og er mikilvægt að lántakendur stilli áhættutöku við íbúðakaup í hóf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka