Pílustaðurinn Oche opnar í Kringlunni í sumar

Mikael Harðarson, framkvæmdastjóri Oche.
Mikael Harðarson, framkvæmdastjóri Oche. Kristinn Magnússon

Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche kemur til með að taka yfir pláss hins gamla Stjörnutorgs Kringlunnar frá og með sumarbyrjun. Ísland verður þar með níunda landið þar sem Oche opnar stað.

Framkvæmdastjóri og einn eigenda Oche Reykjavík, Mikael Harðarson, segist spenntur fyrir því að sjá verkefnið loks verða að veruleika.

„Við vinnum nú hörðum höndum að undirbúningi opnunar. Framkvæmdir ganga vel en það er í mörg horn að líta og til þess að setja hluti í samhengi þá verða yfir 100 myndavélar inni á staðnum til þess að festa á filmu og skilja betur hvert verið er að kasta pílunum og eins til að fylgjast með því sem er að gerast á shuffleborðunum. Þetta verður háþróaðasti pílustaður landsins og ýmsar nýjungar í boði sem við höfum ekki séð hér á landi áður,“ segir Mikael.

Staðurinn mun innihalda 15 pílubása, eitt VIP herbergi, fimm shuffleborð, tvö karíókí herbergi og sæti fyrir 230 – 300 gesti í mat og drykk.

Í tilkynningu kemur fram að matseðillinn á Oche verður þróaður af einum af eigendum staðarins, Ágústi Reynissyni, en hann er einn eigenda veitingastaðanna Fiskmarkaðsins og Grillmarkaðsins. Rík áhersla verður lögð á rétti sem hægt er að deila og verða meðal annars tapasréttir og pizzur eitthvað sem gestir geta gætt sér á. Ásamt þeim Ágústi og Mikael eru aðrir eigendur staðarins þeir Davíð Lúther Sigurðarson og Kristján Sveinlaugsson.

Oche í Kringlunni er tíundi Oche staðurinn sem opnar á heimsvísu og eru staðir keðjunnar til að mynda í Ástralíu, Dubai, Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.

Hér fyrir neðan má sjá tölvugerðar myndir af staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK