Aníta og Bryndís til Maven

Aníta Björk Bárðardóttir og Bryndís Charlotte Sturludóttir.
Aníta Björk Bárðardóttir og Bryndís Charlotte Sturludóttir. Ljósmynd/Maven

Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín þær Anítu Björk Bárðardóttur og Bryndísi Charlotte Sturludóttur í teymi gagnasérfræðinga Maven.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Maven.

Aníta Björk er útskrifuð með meistaragráðu í viðskiptagreiningu frá Tækniháskólanum í Danmörku. Hún kemur inn með reynslu úr fjárhagsgreiningu frá Íslandsbanka þar sem hún starfaði áður. 

Bryndís Charlotte er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún kemur til Maven með reynslu frá NetApp Iceland.

„Maven býður upp á framsæknar lausnir í vaxandi geira þjónustu- og ráðgjafafyrirtækja í upplýsingatækni og nýtingu ganga. Við vinnum náið með fyrirtækjum og stofnunum í að umbreyta gögnum í þekkingu og verðmæti. Við leggjum áherslu á að þróa skapandi og nýstárlegar leiðir til að greina, skilja og nýta gögn til hins ýtrasta og það verður mikill styrkur af Anítu og Bryndísi í þeim verkefnum sem fram undan eru á þessu sviði,“ er haft eftir Helga Hrafni Halldórssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Maven. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK