Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín þær Anítu Björk Bárðardóttur og Bryndísi Charlotte Sturludóttur í teymi gagnasérfræðinga Maven.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Maven.
Aníta Björk er útskrifuð með meistaragráðu í viðskiptagreiningu frá Tækniháskólanum í Danmörku. Hún kemur inn með reynslu úr fjárhagsgreiningu frá Íslandsbanka þar sem hún starfaði áður.
Bryndís Charlotte er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún kemur til Maven með reynslu frá NetApp Iceland.
„Maven býður upp á framsæknar lausnir í vaxandi geira þjónustu- og ráðgjafafyrirtækja í upplýsingatækni og nýtingu ganga. Við vinnum náið með fyrirtækjum og stofnunum í að umbreyta gögnum í þekkingu og verðmæti. Við leggjum áherslu á að þróa skapandi og nýstárlegar leiðir til að greina, skilja og nýta gögn til hins ýtrasta og það verður mikill styrkur af Anítu og Bryndísi í þeim verkefnum sem fram undan eru á þessu sviði,“ er haft eftir Helga Hrafni Halldórssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Maven.