Landsbankinn kaupir TM

Kvika banki hefur samþykkt tilboð Landsabankans.
Kvika banki hefur samþykkt tilboð Landsabankans. Samsett mynd

Stjórn Kviku banka hef­ur ákveðið að taka til­boði Lands­bank­ans um kaup á hluta­fé TM trygg­inga hf.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kviku.

„Eft­ir að hafa metið til­boðin með ráðgjöf­um sín­um hef­ur stjórn Kviku ákveðið að taka til­boði Lands­bank­ans hf. með það að mark­miði að ljúka end­an­legri áreiðan­leika­könn­un og und­ir­rita kaup­samn­ing milli bank­anna um kaup og sölu 100% hluta­fjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundn­um fyr­ir­vör­um, s.s. samþykki Fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, “ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kaup­verðið 28,6 millj­arðar

Fram kem­ur að kaup­verð sam­kvæmt til­boðinu sé 28,6 millj­arðar króna og muni Lands­bank­inn greiða fyr­ir hluta­féð með reiðufé.

„Kaup­verðið miðast við efna­hags­reikn­ing TM í lok árs 2023. End­an­legt kaup­verð verður aðlagað miðað við breyt­ing­ar á efn­is­legu eig­in fé TM frá upp­hafi árs 2024 til af­hend­ing­ar­dags en fjár­hæð breyt­ing­ar­inn­ar mun bæt­ast við eða drag­ast frá kaup­verðinu í til­boðinu. Sam­kvæmt rekstr­ar­spá TM er gert ráð fyr­ir að hagnaður TM verði rúm­lega 3 millj­arðar króna á rekstr­ar­ár­inu 2024. Eign­ar­hlut­ur Kviku í TM í lok árs 2023 var bók­færður á sam­tals 26,8 millj­arða króna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Verði til hags­bóta fyr­ir alla

Haft er eft­ir for­stjóra Kviku að ef kaup­samn­ing­ur verði und­ir­ritaður verði það til hags­bóta fyr­ir alla aðila, Kviku, Lands­bank­ann og TM, viðskipta­vini þeirra, hlut­hafa og aðra hagaðila. 

„Við erum mjög ánægð með að sölu­ferli Kviku á TM sé nú komið á þann stað að hægt sé að ganga að kauptil­boði Lands­bank­ans með það að mark­miði að ljúka söl­unni. Ef ferlið leiðir til und­ir­rit­un­ar kaup­samn­ings verður það til hags­bóta fyr­ir alla aðila, Kviku, Lands­bank­ann og TM, viðskipta­vini þeirra, hlut­hafa og aðra hagaðila.

Ég hef fulla trú á því að TM, sem er vel rekið og verðmætt trygg­inga­fé­lag með öfl­ug­an mannauð, muni áfram veita viðskipta­vin­um sín­um framúrsk­ar­andi þjón­ustu og vaxa enn frek­ar með nýju eign­ar­haldi,“ er haft eft­ir Ármanni Þor­valds­syni, for­stjóra Kviku, í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að nán­ar verði upp­lýst um fram­vindu ferl­is­ins, eða um leið og ástæða sé til og í sam­ræmi við lög­bundna upp­lýs­inga­skyldu bank­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK