Þórdís Kolbrún: Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir fjár­málaráðherra seg­ir að hún muni ekki samþykkja kaup Lands­bank­ans á TM.

Þetta seg­ir Þór­dís Kol­brún í færslu á Face­book sem hún birti rétt í þessu. Sem kunn­ugt er var fyrr í dag til­kynnt um kaup Lands­bank­ans á TM af Kviku banka fyr­ir tæpa 29 millj­arða króna

Þór­dís Kol­brún vís­ar í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem kveðið sé um að stjórn­völd muni halda áfram að draga úr eign­ar­haldi rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu og nýta fjár­muni sem liggja í slík­um rekstri í upp­bygg­ingu innviða.

Vill að sölu­ferli Lands­bank­ans hefj­ist sam­hliða

„Eig­enda­stefna rík­is­ins fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki er sam­hljóða og þar er meðal ann­ars kveðið á um stuðla skuli að sam­keppni í fjár­mála­starf­semi. Ég hef lagt mikla áherslu á að þess­ari stefnu sé fylgt eft­ir og á næstu dög­um mæli ég fyr­ir um frum­varp um sölu eft­ir­stand­andi hlut­ar rík­is­ins í Íslands­banka,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún í færslu sinni í kvöld.

„Þrátt fyr­ir allt þetta mun Lands­bank­inn, sem er í tæp­lega 100% í eigu rík­is­ins […] að óbreyttu stækka og stíga af­ger­andi inn á nýj­an markað með kaup­um á stóru fyr­ir­tæki á markaði, TM. Rík­is­fyr­ir­tæki á ekki að kaupa trygg­inga­fé­lag. Ríkið á að losa um tugi millj­arða og umbreyta þeim í sam­fé­lags­lega innviði sem al­menn­ing­ur nýt­ur góðs af og bygg­ir und­ir frek­ari verðmæta­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni allra lands­hluta. Kröft­um okk­ar er bet­ur borgið í öðrum fjár­fest­ing­um en í trygg­inga­starf­semi, sem af mér vit­andi eng­inn hef­ur kallað eft­ir að sé í rík­is­rekstri.“ 

Þá seg­ir Þór­dís Kol­brún að þessi viðskipti verði ekki að veru­leika með henn­ar samþykki nema sölu­ferli Lands­bank­ans hefj­ist sam­hliða.

„Ég hef óskað skýr­inga á mál­inu frá Banka­sýslu rík­is­ins sem held­ur um eign­ar­hluti rík­is­ins í bank­an­um og set­ur al­menn viðmið um áhersl­ur í rekstri auk þess að fylgja eft­ir eig­enda­stefnu rík­is­ins,“ seg­ir hún enn frem­ur.

Hef­ur áður gagn­rýnt fyr­ir­huguð kaup

Þór­dís Kol­brún hef­ur áður tjáð sig um fyr­ir­huguð kaup Lands­bank­ans á TM, en hún sagði ný­lega í viðtali í hlaðvarpi Þjóðmála að sér hugnuðust ekki kaup­in. 

„Ef þú ert að spyrja mig hvað mér finnst um að stórt trygg­inga­fyr­ir­tæki í einka­eigu verði rík­is­fyr­ir­tæki, þá veit ég al­veg að þú veist svarið við því hvað mér finnst um það,“ sagði hún þegar hún var spurð út í þann orðróm sem þá var uppi um að Lands­bank­inn hygðist kaupa TM.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK