Bankasýslan segist ekki hafa vitað af kaupunum

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. mbl.is/Hákon

Banka­sýsla rík­is­ins hef­ur sent bréf til Þór­dís­ar Kol­brún­ar Gylfa­dótt­ur, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, og til bankaráðs Lands­bank­ans vegna fyr­ir­hugaðra kaupa bank­ans á TM trygg­ing­um af Kviku banka. 

Í bréf­inu seg­ir að Banka­sýsl­unni hafi verið alls ókunn­ugt um viðskipt­in og að stofn­un­in taki und­ir áhyggj­ur Þór­dís­ar. 

Ein­ung­is upp­lýst í gær

Þór­dís Kol­brún sagði í Face­book-færslu að viðskipt­in yrðu ekki að veru­leika með henn­ar samþykki, nema sölu­ferli Lands­bank­ans hefj­ist sam­hliða.

Seg­ir í bréf­inu að Banka­sýsl­an hafi hvorki fengið upp­lýs­ing­ar um fyr­i­r­áætlan­ir Lands­bank­ans að leggja fram skuld­bind­andi til­boð, né um að til­boðið hafi verið lagt fram. 

„Held­ur var ein­ung­is upp­lýst um þegar skuld­bind­andi til­boð var tekið um kl. 17 þann 17. mars sl.“

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans.
Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, formaður bankaráðs Lands­bank­ans. Ljós­mynd/​Aðsend

Lofuðu að halda BR upp­lýstri

Þó seg­ir að Helga Björk Ei­ríks­dótt­ir, frá­far­andi formaður bankaráðs Lands­bank­ans, hafi upp­lýst Banka­sýsl­una (BR) 11. júlí 2023 um áhuga bank­ans á að kaupa TM eft­ir að samrunaviðræðum Íslands­banka og Kviku var slitið. 

Seg­ir að Helga Björk hafi til­kynnt Banka­sýsl­unni að hún myndi halda stofn­un­inni upp­lýstri um fram­ganga mála. 

20. júlí var Banka­sýsl­an upp­lýst um að ekki hefðu kom­ist á form­leg­ar viðræður á milli Lands­bank­ans og Kviku um kaup á TM. 

Þá seg­ir að Banka­sýsl­an hafi átt reglu­leg­an fund með bankaráðinu 16. nóv­em­ber án þess að málið hefði komið til umræðu, en form­legt sölu­ferli TM hófst dag­inn eft­ir. 

Töldu að ekk­ert yrði af viðskipt­un­um

„Eng­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar bár­ust BR um málið en formaður bankaráðs Lands­bank­ans tel­ur sig hafa minnst á end­ur­vak­inn áhuga Lands­bank­ans á að taka þátt í sölu­ferl­inu. Það á að hafa komið fram í óform­legu sím­tali til stjórn­ar­for­manns BR vegna launa­upp­bót­ar starfs­manna í des­em­ber 2023,“ seg­ir í bréf­inu. 

Þá seg­ir að eng­ar form­leg­ar upp­lýs­ing­ar hafi á nokkr­um tíma­punkti borist um viðskipt­in. 

„Þvert á móti taldi stjórn BR ein­sýnt að ekki yrði af viðskipt­un­um af hálfu Lands­bank­ans í kjöl­far viðtals við fjár­mála- og efna­hags­ráðherra þann 6. fe­brú­ar.“

Funduðu í dag 

Banka­sýsl­an fundaði með bankaráði Lands­bank­ans í dag þar sem bankaráðið var spurt út í viðskipt­in. 

Seg­ir í bréf­inu að það sé mat Banka­sýsl­unn­ar að Lands­bank­an­um hafi borið að upp­lýsa um fyrr­greind viðskipti með skýr­um og form­leg­um hætti. 

„Slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins veg­ar fram á fund­in­um með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrr­greind afstaða ráðherra til kaup­anna.“ 

Krefjast þess að aðal­fundi verði frestað

Þá seg­ir í bréf­inu að Banka­sýsl­an hafi óskað eft­ir form­legri og ít­ar­legri grein­ar­gerð bankaráðs um viðskipt­in inn­an sjö daga. 

„Þar til hún hef­ur verið lögð fram og met­in, get­ur BR ekki tekið ákv­arðanir um næstu skref.“

Einnig er þess kraf­ist að aðal­fund­ur bank­ans sem á að fara fram á miðviku­dag verði frestað um fjór­ar vik­ur í ljósi stöðunn­ar.

Á fund­in­um á að kjósa nýtt bankaráð en í fe­brú­ar var greint frá því að Helga Björk, sem hef­ur verið formaður frá ár­inu 2016 myndi ekki gefa kost á sér til áfram­hald­andi setu í ráðinu. 

Þá mun Berg­lind Svavars­dótt­ir, vara­formaður bankaráðs, sem setið hef­ur í bankaráði frá ár­inu 2016, held­ur ekki gefa kost á sér og læt­ur af störf­um í bankaráði á sama tíma. 

Ekki hef­ur náðst í Helgu Björk við við vinnslu þess­ar­ar frétt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK