„Að mínu mati er ríkið ekki að fara að einkavæða Landsbankann.“
Þessu svaraði Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, við óundirbúinni fyrirspurn Sigmars Guðmundssonar á Alþingi í dag.
„Það er ekki stefna stjórnvalda og það er að mínu mati mjög brýnt að við séum skýr í því.“
Lilja sagðist eiga eftir að kynna sér málið betur.
„Þá er það svo að við vorum bara að fá upplýsingar um þetta í gær hvað væri að gerast þannig að ég á eftir að kynna mér það bara mun betur nákvæmlega hvernig þetta allt er og hvað Landsbanki Íslands er að hugsa.“