„Ríkið er ekki að fara einkavæða Landsbankann“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Að mínu mati er ríkið ekki að fara að einka­væða Lands­bank­ann.“

Þessu svaraði Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn Sig­mars Guðmunds­son­ar á Alþingi í dag.

„Það er ekki stefna stjórn­valda og það er að mínu mati mjög brýnt að við séum skýr í því.“

Lilja sagðist eiga eft­ir að kynna sér málið bet­ur.

„Þá er það svo að við vor­um bara að fá upp­lýs­ing­ar um þetta í gær hvað væri að ger­ast þannig að ég á eft­ir að kynna mér það bara mun bet­ur ná­kvæm­lega hvernig þetta allt er og hvað Lands­banki Íslands er að hugsa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK