Eðvald ráðinn fjármálastjóri hjá Sýn

Eðvald Gíslason.
Eðvald Gíslason. Ljósmynd/Aðsend

Eðvald Gísla­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs hjá Sýn hf. Hann tek­ur við starf­inu af Krist­ínu Friðgeirs­dótt­ur sem lét af störf­um fyrr í mánuðinum.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Eðvald sé reynd­ur stjórn­andi með víðtæka reynslu úr fjár­mála­geir­an­um. 

Hann kem­ur til Sýn­ar frá Kviku þar sem hann kom á fót og veitti hag­deild for­stöðu. Hag­deild­in hef­ur verið í lyk­il­hlut­verki í sta­f­rænni framþróun fjár­mála­sviðs. Þar áður starfaði hann sem fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs hjá Greiðslumiðlun Íslands og við grein­ing­ar hjá NextCODE, CCP og Nykred­it banka í Dan­mörku.

Eðvald út­skrifaðist með meist­ara­gráðu í verk­fræði með áherslu á hag­nýta stærðfræði frá DTU í Dan­mörku árið 2010 en lauk B.Sc. gráðu í tölv­un­ar­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík árið 2005.

„Ég er sann­færð um að yf­ir­grips­mik­il reynsla og þekk­ing Eðvalds muni reyn­ast Sýn vel. Eðvald er með víðtæka reynslu úr fjár­mála­geir­an­um og hef­ur gegnt lyk­il­hlut­verki í sta­f­rænni framþróun fjár­mála­sviðs Kviku. Ég er virki­lega spennt og hlakka til að fá hann til liðs við okk­ur hjá Sýn,” seg­ir Her­dís Dröfn Fjeld­sted, for­stjóri Sýn­ar, í til­kynn­ing­unni.  

Eðvald Gísla­son hef­ur þetta að segja: „Ég er full­ur til­hlökk­un­ar að hefja störf hjá Sýn og taka þátt í þeirri veg­ferð sem fé­lagið er á. Sýn hef­ur gengið í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar á und­an­förn­um árum og framund­an eru spenn­andi tím­ar á krefj­andi markaði. Mik­il­vægt er að byggja upp öfl­uga innviði til að styðja við gagna­drifna ákvörðun­ar­töku hjá fé­lag­inu. Fjár­mála­svið er þar í lyk­il­hlut­verki og er ég þakk­lát­ur fyr­ir að vera sýnt það traust að fá að leiða sviðið,” seg­ir hann í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK