Lilja tjáir sig ekki um kaup bankans á TM

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segist ekki tjá sig frekar um fyrirhuguð kaup bankans á TM, þegar mbl.is náði tali af henni í dag.

Fyrirhuguð kaup hafa mælst misjafnlega fyrir og hefur fjármálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sagt að hún muni ekki samþykkja kaup Landsbankans á tryggingafélaginu nema að söluferli bankans hefjist samhliða.

Sömuleiðis hefur komið fram að Bankasýslu ríkisins hafi verið alls ókunnugt um að viðskiptin lægju fyrir og segist deila áhyggjum fjármálaráðherra um kaupin.

Lilja Björk bankastjóri hefur áður sagt að bankinn hyggist halda áfram með kaupin þrátt fyrir gagnrýni fjármálráðherra. Óvíst er því hvort sú afstaða hafi breyst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK