Lilja tjáir sig ekki um kaup bankans á TM

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, seg­ist ekki tjá sig frek­ar um fyr­ir­huguð kaup bank­ans á TM, þegar mbl.is náði tali af henni í dag.

Fyr­ir­huguð kaup hafa mælst mis­jafn­lega fyr­ir og hef­ur fjár­málaráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, sagt að hún muni ekki samþykkja kaup Lands­bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu nema að sölu­ferli bank­ans hefj­ist sam­hliða.

Sömu­leiðis hef­ur komið fram að Banka­sýslu rík­is­ins hafi verið alls ókunn­ugt um að viðskipt­in lægju fyr­ir og seg­ist deila áhyggj­um fjár­málaráðherra um kaup­in.

Lilja Björk banka­stjóri hef­ur áður sagt að bank­inn hygg­ist halda áfram með kaup­in þrátt fyr­ir gagn­rýni fjár­mál­ráðherra. Óvíst er því hvort sú afstaða hafi breyst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK