Forstjóri Boeing víkur úr starfi

Dave Calhoun ræðir við blaðamenn í janúar.
Dave Calhoun ræðir við blaðamenn í janúar. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur tilkynnt að forstjórinn Dave Calhoun muni víkja úr starfi sínu, í kjölfar fjölda atvika þar sem öryggi hefur verið ábótavant og vandkvæða í framleiðslu.

„Augu heimsins hvíla á okkur, og ég veit að við munum komast í gegnum þetta augnablik sem betra fyrirtæki,“ segir í bréfi sem Calhoun hefur sent starfsfólki Boeing.

Segir hann fyrirtækið setja „öryggi og gæði í forgrunni alls þess sem við gerum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK