Verðbólga eykst á milli mánaða

Verðbólgan vex á milli mánaða.
Verðbólgan vex á milli mánaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,8% og hækkar um 0,2 prósentustig frá síðasta mánuði þegar hún mældist 6,6%.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Húsaleiga og flugfargjöld

„Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,80% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48% frá febrúar 2024,” segir í tilkynningu Hagstofunnar.

„Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 2,1% (áhrif á vísitöluna 0,40%). Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 9,9% (0,16%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,7%.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK