Fjölmiðlakonan Lára Zulima Ómarsdóttir hefur hafið störf hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA. Í tilkynningu segir að Lára hafi verið ráðin í starf leiðtoga almannatengsla.
Lára hefur reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum, en hún stofnaði í fyrra fjölmiðlunarfyrirtækið Zulima og hafði áður verið samskiptastjóri Aztiq, fjárfestingafélags Róberts Wessman. Þar áður hafði Lára verið fréttamaður á Rúv, verið vefritstjóri, framleiðandi og dagskrárgerðarkona bæði í útvarpi og sjónvarpi.
Lára lauk meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands 2024 og B.ed. gráðu í íslensku og stærðfræði 2004.