Nota gervigreind í meira mæli við kennsluna

„Við notum gervigreindina á mjög mörgum vígstöðvum. Við höfum til dæmis unnið fyrir hótel og smávöruverslanir og mótað fyrir þau þjónustufræðslu.“

Þannig byrjar Guðmundur Arnar Guðmundsson, stofnandi Akademias, á því að útskýra með hvaða hætti fræðslu- og þekkingarfyrirtæki eins og hans nýtir sér gervigreind í auknum mæli. Þannig spyrðir Akademias saman grunnnámskeið sem til eru sem m.a. fjalla um að takast á við erfiða viðskiptavini, um góð samskipti eða þjónustu og annað í þeim dúr, ásamt upplýsingum um þjónustustefnu fyrirtækisins og annað sem máli skiptir við mat á því hvernig forsvarsmenn þess vilja að brugðist sé við í ólíkum aðstæðum.

„Í einu dæmi fengum við fimm eða sex kvartanir, bara óánægða viðskiptavini með kvartanir eða raunsögur. Við búum til avatara sem tala íslensku sem koma þá inn í viðkomandi verslun með þessa kvörtun eða fyrirspurn og við búum til ákvarðanatökutré.“

Í kjölfarið er nemandinn leiddur í gegnum námsefnið sem byggt er á og í kjölfarið er hann í raun settur í þær aðstæður þar sem reynir á hana. Bendir Guðmundur á að þetta sé hægt að gera með mjög einföldum hætti og á miklu hagkvæmari hátt en ef skapa ætti þessar aðstæður í raunheimum.

„Og þarna þarf fólk að beita gagnrýninni hugsun og tengja þá hvað þjónusta er og hvað það þýðir í raun í skóginum sem fólk starfar í á degi hverjum.“

Guðmundur Arnar er gestur Dagmála og ræðir þar um mikilvægi þekkingaröflunar hjá starfsfólki. Sífellt fleiri fyrirtæki setja sér fræðsluáætlanir sem miða að því að starfsfólk og stjórnendur sæki sér einhverja viðbótarmenntun eða fræðslu. Oft sé erfitt að skýra árangurinn fyrir þeim sem ekki hefur nálgast starfsemina með þessum hætti en reynslan kenni að þetta hafi gríðarleg áhrif á starfsemina. Bæði auki þetta starfsánægju en að auki megi með réttum hætti auka framlegð og gæði þjónstunnar eða framleiðslunnar.

Guðmundur Arnar segir að kerfið í kringum símenntun starfsfólks hér á landi sé að mörgu leyti gott og að fyrirtæki séu í fleiri og fleiri tilvikum að átta sig á því að starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna bjóði upp á möguleika til þess að fjármagna námskeið að mestu eða öllu leyti. Akademias hefur verið fyrirtækjum til ráðgjafar um hvernig hægt sé að nýta slíkar leiðir með sem hagkvæmustum og skilvirkustum hætti.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK