Hefja nýtt hlutafjárútboð í dag

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Bernhard Kristinn

„Við vilj­um gefa minni fjár­fest­um tæki­færi til að taka þátt í upp­bygg­ingu fé­lags­ins. Það á bæði við um þá sem nú eru hlut­haf­ar og vilja verja hlut sinn og eins þá sem kunna að hafa áhuga á því að koma inn í hlut­hafa­hóp­inn.“

Þetta seg­ir Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play, í sam­tali við Morg­un­blaðið spurður um fyr­ir­hugað hluta­fjárút­boð fé­lags­ins sem hefst í dag og stend­ur fram á fimmtu­dag.

Play sótti sér sem kunn­ugt er um 4,5 millj­arða króna, um 32 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, í nýtt hluta­fé í fe­brú­ar sl. en þá var um leið til­kynnt að til stæði að halda al­mennt útboð að and­virði um 500 millj­óna króna. Sam­hliða því var til­kynnt að fé­lagið hygðist færa sig af First North-markaðinum yfir á Aðal­markað Kaup­hall­ar­inn­ar.

Hluta­fjáraukn­ing­in í fe­brú­ar kom til með fjár­magni frá stærstu hlut­höf­um fé­lags­ins á áskrift­ar­geng­inu 4,5 kr. á hvern hlut. Svo er einnig nú, til stend­ur að selja á sama gengi.

Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að hluta­bréfa­markaður hef­ur verið ró­leg­ur upp á síðkastið. Það er því til­efni til að spyrja Ein­ar Örn hvort hann telji mik­inn áhuga á útboðinu sem hefst í dag.

„Það er al­veg rétt, markaður­inn hef­ur verið ró­leg­ur og við still­um vænt­ing­ar okk­ar eft­ir því. Aft­ur á móti gáf­um við það út að við mynd­um auka hluta­fé fé­lags­ins, bæði með aðkomu stærri fjár­festa og minni. Við höf­um nú þegar safnað 4,5 millj­örðum króna og telj­um að rekst­ur fé­lags­ins sé á góðri leið. Útboðið nú er í sam­ræmi við þá áætl­un sem við höfðum áður gefið út og það er við hæfi að gefa minni fjár­fest­um kost á því að taka einnig þátt,“ seg­ir Ein­ar Örn.

Nán­ar er rætt við Ein­ar Örn um útboðið og stöðu flug­fé­lags­ins Play í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka