Hefja nýtt hlutafjárútboð í dag

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Bernhard Kristinn

„Við viljum gefa minni fjárfestum tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu félagsins. Það á bæði við um þá sem nú eru hluthafar og vilja verja hlut sinn og eins þá sem kunna að hafa áhuga á því að koma inn í hluthafahópinn.“

Þetta segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við Morgunblaðið spurður um fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem hefst í dag og stendur fram á fimmtudag.

Play sótti sér sem kunnugt er um 4,5 milljarða króna, um 32 milljónir Bandaríkjadala, í nýtt hlutafé í febrúar sl. en þá var um leið tilkynnt að til stæði að halda almennt útboð að andvirði um 500 milljóna króna. Samhliða því var tilkynnt að félagið hygðist færa sig af First North-markaðinum yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar.

Hlutafjáraukningin í febrúar kom til með fjármagni frá stærstu hluthöfum félagsins á áskriftargenginu 4,5 kr. á hvern hlut. Svo er einnig nú, til stendur að selja á sama gengi.

Það er ekkert launungarmál að hlutabréfamarkaður hefur verið rólegur upp á síðkastið. Það er því tilefni til að spyrja Einar Örn hvort hann telji mikinn áhuga á útboðinu sem hefst í dag.

„Það er alveg rétt, markaðurinn hefur verið rólegur og við stillum væntingar okkar eftir því. Aftur á móti gáfum við það út að við myndum auka hlutafé félagsins, bæði með aðkomu stærri fjárfesta og minni. Við höfum nú þegar safnað 4,5 milljörðum króna og teljum að rekstur félagsins sé á góðri leið. Útboðið nú er í samræmi við þá áætlun sem við höfðum áður gefið út og það er við hæfi að gefa minni fjárfestum kost á því að taka einnig þátt,“ segir Einar Örn.

Nánar er rætt við Einar Örn um útboðið og stöðu flugfélagsins Play í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK