Samskip stefna Eimskip

Eimskip gerði sátt við Samkeppniseftirlitið sumarið 2021.
Eimskip gerði sátt við Samkeppniseftirlitið sumarið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eim­skip barst í dag stefna frá Sam­skip­um þar sem stjórn­ar­for­manni og for­stjóra Eim­skips er stefnt til viður­kenn­ing­ar á bóta­skyldu án fjár­hæðar vegna meintra ólög­mætra og sak­næmra at­hafna í tengsl­um við sátt sem Eim­skip gerði við Sam­keppnis­eft­ir­litið árið 2021.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Eim­skip til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa Sam­skip stefnt Eim­skip­um fyr­ir rang­ar sakagift­ir. Eim­skip gerði sem kunn­ugt er sátt við Sam­keppnis­eft­ir­litið sum­arið 2021, eft­ir að bæði fé­lög höfðu verið til rann­sókn­ar vegna meintra sam­keppn­is­brota í tæp­an ára­tug. Sátt­in fól í sér að Eim­skip viður­kenndi hluta brot­anna og greiddi um 1,5 millj­arða króna í stjórn­valds­sekt.

Rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á meint­um brot­um Sam­skipa hélt áfram og lauk með því að fé­lagið var sl. haust sektað um 4,2 millj­arða króna. Stór hluti af niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins byggði á sátt Eim­skips við eft­ir­litið tveim­ur árum áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK