Gjaldþrot ÍL-sjóðs gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika

Ýmsir aðilar hafa lýst yfir áhyggjum af því hvernig stjórnvöld …
Ýmsir aðilar hafa lýst yfir áhyggjum af því hvernig stjórnvöld hyggjast slíta ÍL-sjóði vegna fjárhagsvanda. mbl.is/Sverrir

Áform stjórn­valda að setja regl­ur sem kveða á um slit á op­in­ber­um sjóðum hafa sætt gagn­rýni úr ýms­um átt­um. Það á til að mynda við um fjár­hags­vanda og yf­ir­vof­andi gjaldþrot Íbúðalána­sjóðs (ÍL-sjóð) og fyr­ir­hugaðan lag­aramma um rétt­ar­stöðu þeirra sem eiga kröf­ur á hend­ur op­in­ber­um aðilum í slitameðferð, þar sem eng­um regl­um er til að dreifa í nú­gild­andi lög­um.

ViðskiptaMogg­inn fjallaði í nóv­em­ber sl. um af­stöðu líf­eyr­is­sjóða sem eiga íbúðabréf, en þeir telja að þrota­regl­ur lag­anna fela í sér eign­ar­nám, með þeim rök­um að þegar ÍL-sjóður fer í slitameðferð mun það hafa í för með sér að all­ar kröf­ur á hend­ur hon­um verða gjald­felld­ar áður en ávöxt­un­ar­tími þeirra er liðinn.

Af því leiðir að líf­eyr­is­sjóðirn­ir telja að þeir sem eiga kröf­ur á hend­ur sjóðnum hafi ekki leng­ur rík­is­tryggð skulda­bréf út samn­ings­tím­ann sem hefðu fjár­hags­legt gildi og gætu gengið kaup­um og söl­um á al­menn­um markaði.

Seðlabank­inn und­an­skil­inn

Seðlabanki Íslands bend­ir á í um­sögn sinni um lög­in að það verði að lag­færa frum­varpið á þann veg að bank­inn sé með skýr­um hætti und­an­skil­inn gild­is­sviði lag­anna. Þannig tel­ur bank­inn mik­il­vægt að tryggt sé að aldrei verði nokk­ur mögu­leiki fyr­ir hendi að bank­an­um verði slitið með þeim hætti sem kveðið er á um í frum­varp­inu.

„Trú­verðug­leiki bank­ans til að sinna lög­bundn­um hlut­verk­um sín­um sem stuðla að stöðugu verðlagi og varðveita fjár­mála­stöðug­leika hér á landi bygg­ist á því að rekstr­ar­grund­völl­ur hans sé traust­ur. Yrði frum­varpið að lög­um væru þau til þess fall­in að geta haft nei­kvæð áhrif á trú­verðug­leika bank­ans til þess að sinna hlut­verk­um sín­um,“ seg­ir í um­sögn bank­ans.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka