Ósammála lagatúlkun ársreikningaskrár

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir Ríkisendurskoðun munu styðja Isavia í að leggja fram viðhlítandi skýringar í kjölfar þess að ársreikningaskrá synjaði ársreikningi félagsins þar sem áritun Guðmundar Björgvins þótti ekki fullnægjandi í ljósi þess að hann er ekki löggiltur endurskoðandi.

Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins segir Guðmundur Björgvin að ársreikningur Isavia sé að fullu endurskoðaður af Ríkisendurskoðun, í samræmi við lög, reglur og staðla sem endurskoðunin tekur mið af.

Embættið skoðar ríkisaðila

Ítrekar hann fyrri svör sín um að áritun hans sé til staðfestingar á vinnu endurskoðenda sem starfa á vegum embættisins. „Það er embættið sem endurskoðar ríkisaðila, ekki einstakir starfsmenn þess,“ segir hann.

Hann segir stöðuna sem upp er komin leiða af ósamræmi milli laga um endurskoðendur og endurskoðun annars vegar og laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hins vegar. Ágreiningurinn snúi að lagatúlkun í því ljósi.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir félagið vera að skoða málið en geti ekki tjáð sig um það að öðru leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK