Ríkið veitt Íslandspósti milljarða

Hið opinbera hefur veitt 3,7 milljarða til Íslandspósts frá árinu …
Hið opinbera hefur veitt 3,7 milljarða til Íslandspósts frá árinu 2017.

Frá árinu 2017 hefur íslenska ríkið veitt ríflega 3,7 milljarða til Íslandspósts, ýmist í formi hlutafjáraukningar, lánsfjár eða endurgjalds vegna alþjónustu. Ítrekaður rekstrarvandi félagsins frá árinu 2012 hefur einkum verið rakinn til taps af alþjónustu sem félagið mætti framan af með skuldsetningu.

Árið 2013 tók pósturinn 250 milljóna króna langtímalán en handbært fé í árslok nam þó aðeins 273 milljónum króna. Árið 2015 bættist hálfur milljarður við langtímalán félagsins. Eiginfjárhlutfall var þá 42% í árslok, samanborið við 51% í árslok 2012.

Í veruleg vandræði

Árið 2018 var Íslandspóstur kominn í veruleg vandræði og fékk þá hálfan milljarð að láni frá hinu opinbera, auk þess að fá um 700 milljónir lánaðar frá öðrum aðilum. Þrátt fyrir það var handbært fé félagsins aðeins 198 milljónir króna í lok ársins. Til að bregðast við þeirri stöðu var hlutafé aukið um 1,5 milljarða árið eftir. Nýtt hlutafé nam um milljarði og var nýtt til að greiða niður skuldir en auk þess var um 500 milljarða láni hins opinbera til félagsins breytt í hlutafé. Í lok þess árs hafði eiginfjárhlutfall félagsins aukist úr 35% í 45%.

Frá árinu 2020 hefur félagið þegið ríflega 2,2 milljarða í endurgjald vegna alþjónustu sem deila má um hvort standist skoðun.

Nánar er fjallað um það í úttekt um málefni póstþjónustu á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka