Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ákveðið að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans í næstu viku. Þar sem Bankasýslan heldur, fyrir hönd ríkisins, á yfir 98% hlut í bankanum er ljóst að öllu bankaráðinu verður skipt út.
Kemur þetta í kjölfar skýrslu Bankasýslunnar sem birt var í dag vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga, en Bankasýslan segir það gegn eigendastefnu ríkisins og að ekki hafi verið farið viðhöfð upplýsingagjöf í samræmi við samning um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans.
Verður með ákvörðun Bankasýslunnar öllum sjö aðalmönnum bankaráðsins skipt út, meðal annars formanni bankaráðsins, sem og öðrum af tveimur varamönnum.
Bankasýslan hefur tilnefnt eftirfarandi einstaklinga í bankaráð Landsbankans:
Aðalmenn:
Varamenn:
Einungis Sigurður Jón Björnsson situr nú sem varamaður í bankaráðinu. Núverandi bankaráð er skipað eftirfarandi einstaklingum:
Aðalmenn:
Varamenn: