„Þurfum ekki ríkisvætt tryggingafélag, við þurfum að selja banka“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríksráðherra og fyrir skömmu fjármála- og …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríksráðherra og fyrir skömmu fjármála- og efnahagsráðherra. Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill fækka ríkisstofnunum um helming og segir nauðsynlegt að „selja banka“ frekar en að ríkisvæða tryggingarstofnanir.

Orðin lét hún falla á fundi Sjálfstæðisflokksins á Hilton Reykjavik Nordica í dag. Vísar hún þarna annars vegar til kaupa Landsbankans á TM, sem hún mótmælti harkalega eftir að kaupin höfðu þegar verið samþykkt. Hins vegar vísar hún til áætlaðrar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Þórdís hefur sagt að hún myndi einungis styðja kaupin ef Landsbankinn yrði einkavæddur, en þeirri uppástungu höfnuðu Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. 

Landsbankaráði skipt út

„Við þurfum ekki að eiga banka, við þurfum að tryggja að regluverkið sé öruggt, samkeppnishæft og skýrt. Við þurfum ekki ríkisvætt tryggingafélag, við þurfum að selja banka,“ sagði Þórdís Kolbrún í ræðu, en hún er nýstigin úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu og aftur orðin utanríkisráðherra. 

Ágreiningur ríkir um hvort upp­lýs­inga­skylda Landsbankaráðs gagn­vart Banka­sýsl­unni hafi verið upp­fyllt, en eins og mbl.is greindi frá í gær hyggst Banka­sýsl­an skipta út öllu Landsbankaráði. 

Bankasýslan seg­ir kaup­in fara gegn eig­enda­stefnu rík­is­ins og að ekki hafi verið viðhöfð upp­lýs­inga­gjöf í samræmi við samn­ing um mark­mið í rekstri bank­ans. Á meðan segir bankaráðið að upplýsingaskylda sín hafi verði uppfyllt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK