Sigurður Örn til liðs við Play

Sigurður á að baki langan feril í flugrekstri.
Sigurður á að baki langan feril í flugrekstri. Samsett mynd

Sig­urður Örn Ágústs­son hef­ur verið ráðinn sem fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar hjá flug­fé­lag­inu Play. Áður starfaði hann meðal ann­ars sem for­stjóri frakt­flug­fé­lags­ins Blá­fugls.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Play.

Viðskiptaþró­un­ar­sviðið er nýtt svið hjá Play en Sig­urður mun hafa það hlut­verk að leiða frek­ari þróun þvert á öll svið flug­fé­lags­ins.

Sig­urður var áður for­stjóri og stjórn­ar­formaður Blá­fugls ásamt því að sitja í stjórn Avi­on Express.

Þá kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að hann hafi átt stór­an þátt í samn­ingaviðræðum og und­ir­bún­ingi nokk­urra stórra fyr­ir­tækja­kaupa fyr­ir Avia Soluti­ons Group, þar með talið Avi­on Express, Smart­Lynx og Blá­fugl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK