Arinbjörn Rögnvaldsson
Viðbúið var, ef Ísraelar hefðu svarað loftárás Írana á laugardaginn sl. í sömu mynt, hefði það leitt til verulegrar hækkunar á hráolíu. Komi til þess að Ísrael geri árás á Íran mun það verða þess valdandi að olíuverð keyrist enn frekar upp á skömmum tíma.
Verð á hráolíu hafði hækkað í síðustu viku og vikuna þar á undan, vegna vaxandi spennu sem hefur ríkt að undanförnu á milli Ísraels og Írans í aðdraganda árásarinnar.
Þetta segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur í samtali við ViðskiptaMoggann, spurður nánar um efnahagslegu áhrifin af stríðsátökum á milli umræddra landa á olíumarkaðinn. Hann bætir því við að þegar Ísrael afréð að svara ekki í sömu mynt með ekki árásum á Íran þegar í stað, eins og margir bjuggust við, varð ekki sú skyndilega hækkun á olíumörkuðum strax eftir helgi eins og margir reiknuðu með.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.