Tekjur PPH ehf., sem er móðurfélag Domino's á Íslandi, námu í fyrra rúmlega 6,6 milljörðum kr. og jukust um rúmar 400 milljónir kr. á milli ára.
Tap félagsins á árinu nam þó um 147 milljónum króna, samanborið við 10 milljóna króna tap árið áður. PPH á jafnframt 20% hlut í sænska félaginu PPS Foods AS, sem rekur Domino‘s í Svíþjóð og Danmörku, en rekja má um 150 milljónir af tapinu til rekstur PPS Foods. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam í fyrra um 171 milljón og jókst um fjórar milljónir á milli ára.
Eigið fé félagins var í árslok um 1.465 milljónir króna og eignir í árslok námu um 3,4 milljörðum króna.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.