Lægra áskriftarverð á Stöð 2+

Sigurður og Eva.
Sigurður og Eva. Ljósmynd/Aðsend

Streymisveitan Stöð 2+ verður aðgengileg viðskiptavinum á lægra verði frá og með 1. maí.

Hægt verður að velja hvort auglýsingar birtast þegar efni í veitunni er spilað eða ekki, að því er segir í tilkynningu.

Nýtt verð Stöð 2+ með auglýsingum verður 3.990 krónur. Viðskiptavinir munu áfram geta keypt Stöð 2+ án auglýsinga og kostar 5.990 kr. frá og með 1. júní.

Fram kemur að þetta fyrirkomulag þekkist víða í heimi streymisveitna og sé eðlilegt þróun á vörum og þjónustu Stöðvar 2.

„Það er gríðarleg samkeppni á markaði fyrir afþreyingu, bæði innlend og erlend. Það er okkur því mikil ánægja að geta kynnt til leiks lægri verð og vonandi gert fleirum kost á því að njóta þess gæðaefnis sem er aðgengilegt í Stöð 2+,“ segir Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2, í tilkynningunni.

Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segist vera stolt af því íslenska efni sem hægt er að nálgast á efnisveitunni.

„Eitt af markmiðum Stöðvar 2 er að skara fram úr þegar kemur að framleiðslu á innlendu efni en á efnisveitunni Stöð 2+ má finna á þriðja hundrað íslenskra þáttaraða og við erum með metnaðarfull markmið um að bæta í. Við erum sömuleiðis mjög meðvituð um mikilvægi þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval af íslensku barnaefni í bland við talsett gæða barnaefni. Við erum einstaklega stolt af því að vera heimili Skoppu og Skrítlu auk þess að vera með fleiri spennandi verkefni fyrir börn í pípunum,“ segir Eva í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK