Landsbankinn greiðir 16,5 milljarða króna í arð

Hagnaður bankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir …
Hagnaður bankans á árinu 2023 nam 33,2 milljörðum króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár var 11,6%. mbl.is/sisi

Samþykkt var á aðal­fundi Lands­bank­ans í dag að bank­inn greiði 16,5 millj­arða króna í arð á ár­inu 2024.

Hagnaður bank­ans á ár­inu 2023 nam 33,2 millj­örðum króna eft­ir skatta og arðsemi eig­in­fjár var 11,6%.

Um er að ræða besta rekstr­ar­ár í sögu bank­ans.

Formaður bankaráðs með tæpa millj­ón á mánuði

Samþykkt var á aðal­fund­in­um að laun bankaráðs muni hækka um 3,2% á milli ára.

Nýr formaður bankaráðs mun fá greidd 909.000 krón­ur á mánuði, vara­formaður 645.000 og bankaráðsmenn 521.000. Laun vara­manna verða 261.000 krón­ur fyr­ir hvern set­inn fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK