Nýtt bankaráð kjörið

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sést hér til hægri á aðalfundi …
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sést hér til hægri á aðalfundi Landsbankans í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þor­varður Sig­ur­geirs­son var rétt í þessu kjör­inn formaður bankaráðs Lands­bank­ans. 

Í ráðinu voru einnig kjör­in Eva Hall­dórs­dótt­ir, Kristján Þ. Davíðsson, Re­bekka Jó­els­dótt­ir, Stein­unn Þor­steins­dótt­ir, Þór Hauks­son og Örn Guðmunds­son.

Sig­urður Jón Björns­son og Stef­an­ía Hall­dórs­dótt­ir voru sjálf­kjörn­ir vara­menn.

Stjórn Banka­sýslu rík­is­ins ákvað fyr­ir viku að öllu bankaráði Lands­bank­ans yrði skipt út á aðal­fundi bank­ans.

3,2% launa­hækk­un

Samþykkt var á aðal­fund­in­um að laun bankaráðs muni hækka um 3,2% á milli ára.

Nýr formaður bankaráðs mun fá greidd 909.000 krón­ur á mánuði, vara­formaður 645.000 og bankaráðsmenn 521.000. Laun vara­manna verða 261.000 krón­ur fyr­ir hvern set­inn fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK