Nýr framkvæmdastjóri hjá Fossum

Þórður Ágúst Hlynsson, nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar fjárfestingabankans Fossa.
Þórður Ágúst Hlynsson, nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar fjárfestingabankans Fossa. Ljósmynd/Aðsend

Þórður Ágúst Hlynsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar fjárfestingabankans Fossa. 

Hann mun leiða hóp fyrirtækjaráðgjafa með áherslu á kaup- og söluferli fyrirtækja, hlutafjárútboð og nýskráningu fyrirtækja á markað, segir í tilkynningu. 

Þórður er með gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og með M.Sc.-gráðu í fjármálum frá Cass Business School í Lundúnum. 

Auk þess hefur hann lokið námi í verðbréfaviðskiptum og FCA-prófi í fyrirtækjaráðgjöf í Bretlandi. 

Þórður býr að rúmlega 20 ára reynslu sem framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðum fjárfestingum á Íslandi og í Bretlandi. 

Hann starfaði áður hjá fasteignaþróunarfélaginu Festi og sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic Group. 

Þá starfaði hann í liðlega sjö ár í Lundúnum sem ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf og sem fjármálastjóri, segir enn fremur í tilkynningu.

Fjárfestingarbankinn Fossar var einn af umsjónaraðilum fyrirhugaðra skráningu Bláa lónsins á markað og ráðgjafi SKEL í tengslum við könnunarviðræður við Samkaup. 

Nýlega hefur bankinn sinnt verkefnum á borð við söluráðgjöf í hlutafjárútboðum Amaroq Minerals og Play. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK