Hagnaður Tesla hrapar en hlutabréfin hækka

Tesla hyggst flýta fyrir áformum um hagkvæmari bílagerðir.
Tesla hyggst flýta fyrir áformum um hagkvæmari bílagerðir. AFP

Bílaframleiðandinn Tesla hefur heitið því að flýta fyrir áformum um „hagkvæmari“ gerðir af rafmagnsbílum sínum.

Bílaframleiðandinn tilkynnti um áformin í kjölfar fregna af 9 prósenta lækkun heildartekna á fyrsta ársfjórðungi.

Hækkuðu hlutabréfin um 7,7% í kjölfar tilkynningarinnar og því ekki allt á niðurleið hjá fyrirtæki auðkýfingsins Elon Musk.

Tilkynningin kom mörgum á óvart en sögusagnir hafa verið á kreiki um að Tesla hygðist hætta við áform sín um að setja á markað „Model 2“ bíl – ódýrari bíl sem yrði markaðssettur fyrir breiðari hóp fólks en fyrri Teslur.

Ekki átt sjö dagana sæla

Mikill samdráttur hefur verið í sölu fyrirtækisins en Tesla greindi frá hagnaði upp á 1,1 milljarð dala, sem er 55% samdráttur frá sama ársfjórðungi í fyrra. Voru heildartekjur á fyrsta ársfjórðungi í ár 21,3 milljarðar dala til samanburðar við 23,3 milljarða dala á sama tímabili í fyrra.

Fyrirtækið hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu og hefur meðal annars þurft að fækka stöðugildum og afturkalla 4.000 Cybertruck-bíla vegna galla á inngjöf í bifreiðunum. 

Fleiri og fleiri fjárfestar hafa að undanförnu farið fram á ítarlegir greinagerð á stefnu fyrirtækisins í kjölfar verri frammistöðu þess á almennum markaði og vegna áforma Musk um að kynna sjálfakandi leigubíla, svokallaða Robotaxis, á markað á tímum þar sem enn eru miklar efasemdir uppi um sjálfstýrða tækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK