Vilja gera upp við nemendur Flugakademíunnar

Flugakademía Íslands
Flugakademía Íslands Ljósmynd/Aðsend

Jón B. Stefánsson, stjórnarformaður Keilis og Flugakademíu Íslands, segir að ætlunin sé að gera upp við alla fyrrum nemendur Flugakademíunnar, sem nú hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Skuld Flugakademíu Keilis við fyrrum nemendur skólans nemur í dag um samtals um 55 milljónum króna.

Í viðtali í nýjasta þætti Flugvarpsins, sem er hlaðvarp um flugmál, segir Jón að ætlunin sé að selja húsnæði skólans á Ásbrú. Takist það muni Keilir endurgreiða þeim nemendum sem höfðu borgað fyrir flugnám hjá Flugakademíunni. Þetta sé óháð gjaldþrotaskiptunum þar sem nemendur geti lýst sínum kröfum, en Keilir vilji með þessu koma til móts við nemendurna og gera þetta óháð gjaldþrotaskiptunum að sögn Jóns. 

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.

Jón rekur í viðtalinu hvernig vinnulag fyrrum stjórnenda skólans að láta nemendur greiða fyrirfram fyrir flugnám hafi reynst félaginu um megn þegar aðsóknin minnkaði og engir nýir nemendur komu inn. Þá hafi kaup flugakademíu Keilis á Flugskóla Íslands fyrir fjórum árum verið of dýr og t.a.m. hafi ekki verið innistæða fyrir viðskiptavild upp á yfir 200 milljónir króna sem hafi átt að skila sér í sameinuðum skóla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK